Við Botnsvatn
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Ólafur Halldórsson
Dagsins kyrri djúpi friður,
dreymin ró og lindaniður,
birta með svo bjartan hljóm,
brjóst þitt geymir hannar óm.
Lyngið græna, lyngið brúna,
lyng, ég finn þig ilma núna;
fegins hugar fagna ég þér,
finn ég að þú beiðst mín hér.
Þreyttur kom ég þig að finna,
þiggja hvíldir anna minna;
liggja hér um litla stund,
lengi búa að okkar fund.
Víður himinn, vatnið bjarta,
vekja söng í mínu hjarta;
langt að kominn loks ég finn;
Land mitt, ég er sonur þinn.